Skemmtilegasta herbergi heimilisins

Ef að barninu líður vel í herberginu og það endurspeglar persónuleika þess sefur barnið betur, á auðveldara með að leika sér þar inni, einbeita sér, slaka á, læra og þar með vaxa og dafna.
Það er því að mörgu að huga þegar við veljum liti, húsgögn, lýsingu, hirslur, skrautmuni og hvernig við umgöngumst leikföng og bækur.
Sumir hlutir eru valdir inn til að vera inn í herberginu í langan tíma og vaxa með barninu á meðan aðrir hlutir staldra skemur við. Við leyfum okkur því kannski að fjárfesta í hlutum sem við ætlum að nota lengi eða við erum viss um að við getum komið í not annars staðar síðar og kaupum ódýrari hluti fyrir það sem staldrar skemur við.
Það er markmið Herra Refs að bjóða upp á fjölbreytt úrval af vönduðum vörum til að innrétta barnaherbergið sem styðja við að barninu líði sem allra best í rýminu sínu.