Viðskiptaskilmálar
Pantanir
Við tökum við pöntun um leið og greiðsla best.
Sérpantanir
Við leggjum okkur fram um að vera með gott úrval af vörum á lager en sérpöntum einnig frá okkar framleiðendum. Hafir þú spurningu um vöru eða sérpöntunarferlið hafðu samband við okkur á verzlunarfjelagidh56@gmail.com
Fyrir sérpantanir yfir 50.000 kr. þarf að greiða staðfestingargjald.
Afhendingartími og afhendingarmáti
Við afhendum okkar vörur með Dropp.
Við leggjum okkur fram að afhenda pantanir til Dropp næsta virka dag, eða að hámarki innan 3 virkra daga á álagstímum. Við látum vita af öllum seinkunum sem kunna að verða.
Heimkeyrsla er á húsgögnum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samkomulagi hverju sinni. Sendingar á húsgögnum utan höfuðborgarsvæðisins eru samkvæmt samkomulagi hverju sinni.
Sendingarkostnaður
Pantanir yfir 15.000 kr eru afhentar frítt. Fyrir sendingar með Dropp kemur sendingarkostnaður fram í kaupferlinu.
Verð
Öll verð eru birt með 24,5% virðisaukaskatti. Verð geta breyst án fyrirvara t.d. vegna gengisbreytinga. Við leggjum okkur fram um að bjóða okkar besta verð.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Skila- og endurgreiðsluréttur er 14 dagar. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Skilyrði er að varan sé ónotuð og óskemmd í upprunalegum umbúðum. Óskir þú eftir að skila vöru hafðu þá samband við okkur á verzlunarfjelagidh56@gmail.com
Greiðslur
Við bjóðum upp á tvenns konar greiðslumöguleika, millifærslu eða greiðslu með debet- eða kreditkorti í gegnum greiðslugátt Rapyd (korta.is).
Ef pantanir eru greiddar með millifærslu þarf greiðsla að berast innan 2 daga annars telst pöntunin ógild. Senda þarf kvittun fyrir greiðslu úr heimabanka á verzlunarfjelagidh56@gmail.com.
Póstlistar og persónuupplýsingar
Við afhendum engar upplýsingar um viðskiptavini til þriðja aðila.
Með því að skrá þig á póstlista færðu upplýsingar um nýjar vörur, ný vörumerki, þjónustu, tilboð eða aðrar fréttir af Herra Ref. Óskir þú eftir að afskrá þig af póstlista gerir þú það með því að senda póst á verzlunarfjelagidh56@gmail.com.
Upplýsingar sem óskað er eftir í pantanaferli eru eingöngu notaðar til að tryggja örugga afhendingu vörunnar og að við getum haft samband við þig ef á þarf að halda vegna pöntunarinnar.
Myllumerkið #herrarefur
Við elskum að sjá vörurnar okkar hjá viðskiptavinum og ef þú vilt deila með okkur notaðu þá myllumerkið #herrarefur. Við deilum völdum myndum áfram á instagram reikningi Herra Refs og merkjum alltaf með notendanafni þess sem setti myndina inn.