Um Herra Ref
Óbilandi áhugi á því hvernig börn sjá heiminn og hvernig hægt er að örva þau og hlúa að þeim með fallegum vistarverum og góðu skipulagi er ástæða þess að við ákváðum að láta drauminn rætast og stofna Herra Ref.
Við munum leggja áherslu á að bjóða upp á fallegar og vandaðar vörur fyrir barnaherbergið. Allt það sem gerir umhverfið fyrir leikinn og svefninn betra.
Í byrjun munum við bjóða upp á textíl, minni hirslur, skrautmuni, ljós og myndir en erum einnig að vinna í að velja samstarfsaðila fyrir húsgögn.
Við vöndum valið þegar við veljum vörur og leggjum áherslu á gæði, vönduð efni og vörur sem eru framleiddar á samfélagslega ábyrgan hátt.
Það er okkar ósk að vörurnar sem þú kaupir hjá okkur endist lengi og gangi á milli barnanna í fjölskyldunni.
Herra Refur var stofnaður haustið 2020.