Um vörumerkin okkar

 

Við fundum BUO Kids þegar Herra Refur var að leita að loftljósi í herbergið sitt. Markmiðið var að finna ljós sem væri hannað fyrir börn og myndi höfða til þeirra og gæti búið til ýmsa stemningu, fyrir leik, lestur og önnur ævintýri.

BUO Kids er lítið spænskt fjölskyldufyrirtæki, rekið af foreldrum þriggja barna. Kveikjan að fyrirtækinu voru börnin þeirra og fyrstu ljósin voru gerð fyrir þau. Ljósin eru handgerð á Spáni og mikil áhersla lögð á gæði.

Vöruúrvalið frá BUO Kids

Fabelab hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Herra Ref. Fyrirtækið var stofnað af Michaela Weisskirchner-Barfod, austurrískum arkitekt sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Andinn er skandínavískur  og áherslan er á leik, gleði, forvitni og sköpunargleði.

Vörurnar eru framleiddar á samfélagslega ábyrgan hátt úr vönduðum lífrænum efnum og hugsaðar til að endast lengi og ganga á milli barna í fjölskyldunni.

Litapalletta Fabelab er yfirleitt í mildum tónum og gleðja því einnig fullorðna fólkið á heimilinu.

Vöruúrvalið frá Fabelab

 

Herra Refur kolféll fyrir Pine Cone við fyrstu kynnum. Pine Cone er danskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir vefnaðarvörur og innanhúss vörur fyrst og fremst en líka fyrir heimilið. Grunnurinn að hönnunni er byggður á kröfunni um að búa til hreinar hágæða vörur sem höfða til allra í fjölskyldunni og falla vel að nútímalegum heimilum. Vörurnar frá Pine Cone njóta sín jafnt inni í barnaherbergi sem og inni í stofu.

Pine Cone vill leiða fjölskylduna saman á forsendum barnanna og mikið er hugsað um leik og hreyfiþroska barnanna í vöruþróunarferlinu. Vörurnar eru framleiddar á sjálfbæran og samfélagslega ábyrgan hátt.

Vöruúrvalið frá Pine Cone