Það er komið haust og það er loksins komið myrkur. Við þurfum ekki að eyða mörgum orðum í að útskýra að "sumarnótt" sé líka nótt og það sé víst kominn tími til að fara að sofa!
Barnaherbergið er að mínu mati skemmtilegasta herbergið á heimilinu til að innrétta en jafnframt líka það flóknasta. Herbergið þarf að uppfylla svo margar þarfir, bæði barnsins og foreldranna, og ekki síst þarf að vera hægt að aðlaga herbergið að aldri og áhugasviði barnsins hverju sinni.