Hver vill ekki vera sirkustjóri?
Sirkusljósið er hannað af Javier Herreo hjá Herrero Studio á Spáni fyrir BUO Kids.
Javier sótti innblástur í ævintýraheim sirkusins við hönnun þessa fallega loftljóss. Innblásturinn er augljós og niðurstaðan er skemmtilegt ljós sem færir töfra og ímyndunarafl sirkusheimsins inn í barnaherbergið.
Ljósið er handgert á Spáni og alúð lögð í hvert smáatriði og efnisval.
Lampaskermurinn er gerður úr 100% ullarfilti. Ljósið er fáanlegt í fjórum litum, rauðum, bláum, gulum gráum og samsetningin af hvítum og lit skapar hlýja birtu þegar kveikt er á ljósinu.
Ljósaperan er ekki innifalin en ljósið er gert fyrir E27 peru (CFL hámark 26 w eða LED hámark 14 w)